MARS / 2020
Hilmir Ingi Jónsson

'Eitt merki til að stjórna þeim öllum'

Við fórum í endurmörkun (rebranding) á okkar vörumerki og markaðsímynd til að einfalda okkar þjónustu- og vöruframboð.. og til að líta enn betur út!

Hreinskilni og allt of mörg lógó

Það er talið hollt fyrir fyrirtæki að fara í smá 'dress-up' á sinni ímynd og mörkun (branding) á um 7 - 10 ára fresti. Fyrirtæki sem ná því mega því fagna þeim áfanga að komast í 'dress-up' leikinn.  Helsta ástæðan fyrir því að við fórum í okkar endurmörkun og 'dress-up' er að við vorum að nota ólík lógó fyrir hverja þjónustu sem við bjóðum uppá, sem hafði ruglandi áhrif á ímynd okkar sem eitt fyrirtæki.  

En það er í hreinskilni orðsagnir um kennitöluflakk sem sparkaði í rassinn á okkur með þessa vinnu!  Þegar við upplifum sömu spurninguna aftur og aftur þá er hugsanlega tími til að skoða málið betur.  Spurningin sem við höfum fengið er: "..hvað er Remake og hvað er Powena og hver er munurinn á því og eTactica og Orkulausn??".

Þetta hefur allt sína skýringu.. Málið er að Powena er sprottið út úr nýsköpunarfyrirtækinu ReMake Electric sem var svo nafnabreytt í eTactica sem Powena fór í endursölusamstarfi við.  Svo eru Orkulausn, Orkuútboð og Rafvaktin ólíkar sérþjónustur sem Powena býður uppá. Hugsanlega var ekki best að gefa þessum þjónustum svona mikið 'eigið líf' með eigin merkjum (lógóum) og sér vefsíðum o.s.frv., en þetta hefur flækt okkar þjónustuframboð. Þetta ætlum við að flokka undir vaxtaverki..!

PS. Powena er okkar stytting á 'Power Arena' sem þýðir fyrir okkur 'Vettvangur orku (afls)'.  Okkur finnst þetta svo augljóst..!

Verkefnið: 'Endurmörkun (rebranding) Powena'

Powena er fyrst og fremst orkueftirlitsþjónusta sem býður uppá upplýsingatækni til að mæla, greina, vakta og hafa eftirlit með orkunotkun í byggingum. Svo er Powena einnig verslun og vefverslun með mælitæki og verkfæri fyrir fólk og fagmenn.

Verkefnið okkar var að sameina ólíkar þjónustur og verslun félagsins undir Powena nafni félagsins í stað sérheita með eigin merki. Við vildum hjálpa okkar viðskiptavinum að eiga betra samband við ákveðnar þjónustur okkar án þess að upplifa að þeir séu að skipta við annað félag. Við vildum líka gera það skýrara fyrir nýjum og áhugasömum viðskiptavinum hver við erum og hvað við getum boðið þeim uppá.

Orkusparnaður á ólíkan hátt

Fyrsta skrefið var að skilja sambandið milli fyrirtækja og orkunotkunar og finna þannig aðferðafræði og meiningu á nýrri mörkun félagsins.

Við höfum séð hvernig viðskiptavinir okkar vilja allir fyrst og fremst lækka orkukostnað en voru í upphafi í mikilli óvissu um hvernig það skyldi gert.  Í praxís eru margar leiðir til þess að spara orkukostnað og í raun engin ein leið réttari en önnur.  En með það í huga getum við markað okkur við að sýna fram á að það snýst í raun minna um að kenna fólki að stýra sinni orkunotkun heldur um að gefa þeim tæki, tækni og/eða ráðgjöf svo hægt sé að taka upplýstari ákvarðanir á réttum tíma til að minnka orkusóun.  Sér í lagi þar sem notkun og þarfir fyrirtækja með orku er oftast afar ólíkar milli iðnaða.

Með þessu innsæi mótum við okkar stefnu við að hjálpa þeim sem vilja finna sína réttu leið til að spara orkukostnað, og sköpum tilvísun í okkar mörkun sem tengist tækjum, tækni og ráðgjöf um orkunotkun. 

Powena er tilvalin áfangastaður fyrir þá sem vilja ávallt greiða rétta orkuverðið og ná sem mestu út út sinni orkunotkun án þess að þurfa að borga fyrir óþarfa orkunotkun.


Síðan Powena var stofnað árið 2014 var öll áhersla lögð á að selja lausnir til að greina rafmagnsnotkun fyrirtækja.
Við gerðum okkur vörumerki úr skjöld með rafstraum í gegnum sig til að gefa ímynd af okkar þjónustu.

Upplýst, sýnileg og hagkvæm orkunotkun

Næsta skref var að skapa sýnilega mörkun af Powena nafninu og ná að tengja saman allar þjónustur okkar undir einni ímynd.  Þegar viðfangsefnið er orkunotkun er eitt mál nokkuð skýrt: fastur kostnaður. Orkureikningurinn er ekki fyrir alla til að skilja og erfitt að nota til að finna leiðir til að lækka hann.  Rafmagnskostnaður er oft hátt í 80% af orkunotkun fyrirtækja og það er áskorun að minnka notkun af því sem maður ekki sér! 

Að skapa sýnilega mörkun af Powena nafninu snérist því einmitt um það. Að skilja að rafmagnsnotkun getur verið jafn leynd okkur eins og hún er sýnileg okkur, þ.e.a.s. hún er alltaf í kringum okkur.  Í því samræmi er okkar mörkun að finna og gera orkunotkun að upplýstri, sýnilegri og hagkvæmari orkunotkun.

Frá nýja merkinu okkar til nýju litina okkar vorum við einbeitt að því að sýna fram á ólíkar leiðir (litirnir) til að upplýsa rafmagnsnotkun (merkið). Markmið var að koma grænum lit í merkið og láta hann vera ráðandi sem vísun í græna orku.

Niðurstaðan var ekki að finna upp hjólið með nýju og óljósu koncepti heldur að gera okkar tilgang augljósan, djarfan og snjallan með 100% orkuríkri tjáningu.

FYRIR
2014 - 2019

EFTIR
2020 - 

'Eitt merki til að stjórna þeim öllum'

Með nýja merkinu vildum við hætta að koma fram undir ólíkum merkjum og á einfaldan hátt tengja okkar þjónustur við sama merkið.  Við notum alla regnbogans liti til að afmarka ólíkar aðferðir við að ná sömu niðurstöðunni: lækka orkukostnað! 

RAUÐUR

Við tökum stjórnina og sjáum um þitt orkueftirlit!

GRÆNN

Þú hefur fulla stjórn á þínu orkueftirliti!

BLÁR

Við sjáum um að bjóða út og fá besta raforkuverðið fyrir þig!

FJÓLUBLÁR

Við færum þér réttu mælitækin og verkfærin í þín verkefni!

Hafðu samband

Staðsetning

Bæjarhraun 24
220 Hafnarfjörður

Símanúmer

513 1900
513 1919

Social