ÞJÓNUSTA / LAUSNIR / VÖRUR

Almennir skilmálar

Skilmálar okkar miðast við og skiptast eftir kaupum á þjónustu, lausnum og/eða vörum okkar. 

Þjónusta

Þarfagreining

Þarfagreiningin er úttekt á rafmagnskerfum byggingar til að ráðleggja viðskiptavinum um hvaða mælingar myndu mæta þeirra þörfum.  Úttekt og ráðgjöf okkar takmarkast og ræðst við gæði merkinga á viðeigandi rafmagns- eða vatnskerfum. 

Mælibúnaður

Við önnumst með öllu uppsetningu og viðhald á seldum mælibúnaði til viðskiptavina okkar.  Nema sé um annað samið fellur ábyrgð okkar á mælibúnaði niður hafi annar sett upp, gert að eða breytt uppsetningu á mælibúnaði frá okkur.

Hugbúnaður

Við önnumst með öllu uppsetningu og viðhald á hugbúnaði í áskrift hjá okkur.  Uppsetning telst m.a. að stofna vefaðgang, skrá og stilla merkingar við mælingar, flokka mælingar og setja upp fráviksviðvaranir.  Nema sé um annað samið berum við ekki ábyrgð á að uppsetning teljist rétt og gefi réttar upplýsingar hafi annar sett upp, gert að eða breytt uppsetningu á hugbúnaði frá okkur.

Kennsla

Við bjóðum uppá gjaldfrjálsa kennslu á hugbúnaði sem er í áskrift hjá okkur.  Þjónustan takmarkast við staka kennslu í allt að 2 klst á fyrsta ári í áskrift fyrir að hámarki 6 notendur. Kennsla þar á eftir fer eftir verðskrá okkar á hverjum tíma.

Skýrslugerð

Við önnumst skýrslugerðir í áskrift eða eftir beiðni.  Við vinnum okkar skýrslur eftir raungögnum úr hugbúnaði sem er í áskrift hjá okkur.  Greiningarskýrslur geta verið stakar, mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar eftir óskum viðskiptavinarins.  Skýrslugerðin takmarkast við söguleg mæligögn hjá viðkomandi viðskiptavin.

Nettenging

Við tökum ekki ábyrgð á tengingu eða gæðum tengingar á milli mæli- og hugbúnaðar til að sækja mæligögn hjá viðskiptavinum okkar.  Áskriftargreiðslur eru óháðar tilvist eða gæðum nettengingar hjá viðskiptavini á hverjum tíma.

Útboðsvinna

Við önnumst útboð á orkukaupum okkar viðskiptavina sem miðast og takmarkast við upplýsingar frá viðskiptavinum okkar um m.a. starfsemi þeirra, orkukjör og orkunotkun.  

Uppsögn

Uppsögn á þjónustu okkar er eftirfarandi:  

-  Binditími á rafvöktunarþjónustu okkar er við upphaf 12 mánuðir og endurnýjast sjálfkrafa um 12 mánuði ef þjónustunni er ekki sagt upp skriflega með amk 30 daga fyrirvara fyrir lok hvers binditíma.
-  Binditími á hugbúnaðaráskrift fyrir orkulausnum okkar er 3 mánuðir í senn sem endurnýjast sjálfkrafa hverju sinni ef þjónustunni er ekki sagt upp með amk 30 daga fyrirvara fyrir lok hvers binditíma.
-  Binditími á afborgunarþjónustu okkar vegna orkuútboðsþjónustu okkar er 24 mánuðir og er óuppsegjanlegur. 
-  Binditími á áskrift að verkkaup afsláttar- og heimsendingarþjónustu okkar er 12 mánuðir í senn sem endurnýjast sjálfkrafa hverju sinni ef þjónustunni er ekki sagt upp með amk 30 daga fyrirvara fyrir lok hvers binditíma.

Lausnir

Uppsetning

Mælibúnaður fyrir rafmagnsmælingar er uppsettur við rafmagnsöryggi í rafmagnstöflum hjá viðskiptavini. Grunnbúnaður til rafmagnsmælinga krefst amk 5 DIN skinnu pláss í rafmagnstöflunni.  Uppsetning skal vera framkvæmd af okkur eða að öðrum kosti löggiltum rafverktaka á ábyrgð viðskiptavinar.  Frágangur á mælibúnaði skal vera þannig að vírar og mælibúnaður hindri ekki aðgang að mikilvægum tengipunktum á rafmagnsvírum sem fyrir eru í rafmagnstöflunni.

Mælibúnaður

Mælibúnaður er smáspennubúnaður sem er er aflknúinn af 12V spennubreyti.  Spennubreytirinn þarf að vera tengdur við 230V.  Mælibúnaður fyrir aflmælingu krefst 3P 400V tengingu með amk 3A vari.  Stilla þarf mælibúnað í innbyggðum hugbúnaði á mæligáttinni og einnig merkja þar heiti á rafmagnsgreinum í mælingu. Mælibúnað skal nettengja með WiFi, LAN eða Ethernet tengingu til að senda mæligögn.

Hugbúnaður

Hugbúnaður tekur við mæligögnum frá mælibúnaði okkar. Hugbúnaður getur verið af mismunandi tegund og frá mismunandi framleiðanda. Við stillum hugbúnað í áskrift hjá okkur af til að móttaka, greina og framsetja mæligögn á réttan hátt.  Verði mistök hjá okkur í uppsetningu á hugbúnaði skal viðbragðstími frá uppgötvun mistaka til lagfæringar af okkar hálfu vera að hámarki 3 sólarhringar.

Afhending

Mælibúnaður skal afhendur eigi síðar en 14 dögum frá staðfestingu á pöntun frá viðskiptavini.  Viðskiptavinur skal gefa okkur tíma og leyfi til uppsetningar þegar best hentar honum og við skulum reyna að verða við þeim óskum eftir bestu getu hverju sinni.

Breytingar

Lausnir til orkumælinga frá okkur eru mjög skalanlegar. Vilji viðskiptavinur bæta við mælingum við sína orkulausn hvort sem um rafmagns- eða vatnsmælingu skal hann hafa samband við okkur til ráðlegginga.  Ef breytingar, t.d. viðbætur, tilfærsla eða álíka aðgerðir eru framkvæmdar á uppsettum mæli- eða hugbúnaði þá fyrnist ábyrgð okkar á bæði mælibúnaðinum og uppsetningu á mæli- og hugbúnaðinum með öllu.

Vörur

Verð

Öll verð og upplýsingar eru birt á heimasíðu/vefverslun okkar og eru birt með fyrirvara um prentvillur.  Við áskiljum okkur allan rétt til verðbreytinga án fyrirvara.

Kaup

Vörur eru seldar í verslun/unum okkar hverju sinni og í vefverslun á netvafra.  Vörur eru seldar gegn staðgreiðslu eða í gegnum reikningsviðskipti með að hámarki 30 daga greiðslufrest.  Séu reikningar ógreiddir eftir eindaga reiknast hæstu lögleyfðu dráttarvextir frá gjalddaga.  Við áskiljum okkur rétt til þess að fella niður reikningsafslátt dragist greiðsla framyfir tilskilinn greiðslufrest. 

Sendingar

Vara skal ávallt vera send á ábyrgð og kostnað kaupanda.  Sé pöntuð vara ekki sótt innan 7 daga áskiljum við okkur rétt til að senda vöruna til kaupanda á hans kostnað.  Skuli sending á vörunni mistakast vegna ófullnægjandi merkinga á húsnæði eða pósthólfi verður varan endursend til okkar eða á næsta pósthús þar sem kaupandi fær tilkynningu um vöruna.

Tafir á afhendingu

Við berum ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem kann að verða vegna seinkunar á afhendingu eða rangrar afhendingar og/eða ef vara kemur gölluð frá erlendum birgjum.  Við berum ennfremur ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem má rekja til aðstæðna (force majeure) sem við getum ekki ráðið við þ.á.m. verkföll, verkbönn, eldsvoða, stríðsástand, skipsskaða eða aðrar sambærilegar aðstæður.

Vöruskil

Við tökum ekki við vörum eftir 14 virka daga frá afhendingu nema varan sé í sama ástandi og við afhendingu.  Við tökum ekki við vörum sem eru sérpantaðar og/eða geta ekki talist sem lagervörur hjá okkur. Við endurgreiðum ekki vörukaup heldur gefum út inneignarnótu fyrir andvirði vörunnar.  Ef kaupandi telji um galla á vöru sé að ræða skal kaupandi tilkynna ástandið skriflega á netfangið thjonusta@powena.is eigi síðar en 5 virkum dögum frá vörukaupum.

Ábyrgð

Almennur gildistími ábyrgðar okkar er eitt ár frá dagsetningu sölunótu/reikningsnótu.  Undantekning er útgefin ábyrgð á tilteknum vörum frá framleiðanda.  Kaupandi skal kosta og sjá um að koma vöru sem telst í ábyrgð vegna framleiðslu- eða efnisgalla til skila í verslun okkar.  Við berum ekki á neinn hátt ábyrgð á afleiddu tjóni vegna galla eða bilunar á seldri vöru. Bótaskylda okkar skal ávallt takmarkast við söluverð viðkomandi vöru án vsk. Við berum enga ábyrgð á óbeinu tjóni sem kann að hljótast af notkun á vörunni.  Eigi bilun, skemmdir eða eftir atvikum eyðilegging á vöru rætur að rekja til rangrar og/eða slæmrar meðferðar kaupanda (eða aðila sem hann ber ábyrgð á) ber kaupandi ábyrgð á greiðslu viðgerðarkostnaðar. Ábyrgð fellur niður ef verksmiðju- eða raðnúmer hefur verið fjarlægt af vörunni.  Ábyrgðin fellur úr gildi ef ekki hefur verið farið að fyrirmælum framleiðandans varðandi öryggismál, uppsetningu og stýrt viðhald samanber leiðbeiningar í handbók. Ábyrgð gildir ekki vegna tæringar á búnaði, eðlilegs slits eða vegna skemmda af völdum veðurs.

Skaðsemisábyrgð

Verði ágreiningur um það hvort varan hafi valdið tjóni fer um ábyrgð okkar eftir lögum nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Við undanþiggjum okkur ábyrgð af slíku tjóni að því marki sem þau lög heimila.

Ábyrgðarskírteini

Reikningurinn/sölunótan gildir sem ábyrgðarskírteini enda kemur raðnúmer búnaðar þar fram.

Árangur

Sparnaður

Við berum enga ábyrgð á mögulegum, væntingum um eða tilkomu sparnaðar í orkukostnaði og/eða -notkun hjá viðskiptavini enda er sparnaður háður aðgerðum sem við höfum ekki fulla stjórn á.  Sparnaður sem næst eftir aðgerðir sem kunna að koma til vegna upplýsinga frá okkar þjónustu, lausnum eða vörum er eign viðskiptavinar á hverjum tíma.

Áhættur

Við berum enga ábyrgð á mögulegum eða tilkomnum áhættum sem okkar þjónusta, lausnir eða vörur gera vart um með upplýsingum enda er áhættu útrýmt með aðgerðum sem við höfum ekki fulla stjórn á.  Fyrirbyggð áhætta, skemmd eða eyðilegging sem kann að verða til vegna upplýsinga frá okkar þjónustu, lausnum eða vörum er árangur viðskiptavinar á hverjum tíma.

Staðsetning

Seljabót 7
240 Grindavík

Símanúmer

513 1900
513 1919

Social