web maker software

POWENA BLOGG

KYNNING Á OKKAR ORKUÁBYRGU VIÐSKIPTAVINUM

Stakkavík ehf.
ÚTGERÐ MEÐ ÚTSÝNISPALLI

KYNNINGAR -  Birt janúar 2017

Nýsköpun í ferðaþjónustu


Útsýnispallur er kannski ekki það sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um útgerðarfyrirtæki en það er það sem Stakkavík hefur komið upp hjá sér. En þó það væri gott að ganga þar fram og aftur yfir hausunum á vinnuaflinu þá er pallurinn ekki hugsaður til þess að stýra mannskapnum. Útsýnispallurinn er nýjung í ferðaþjónustu þar sem erlendir sem innlendir ferðamenn geta komið og upplifað fiskvinnslu í fullum gangi.. harkan, hraðinn og vinnslan allt í beinni. Já, og heit sjávarréttasúpa og aðrar veitingar í lokin til að kóróna sýninguna! 

"Auðveldara að spara orku ef við vitum hvert hún er að fara.” segir Ólafur Daði Hermannsson

Fjölskyldan stærst í krókakerfinu


Stakkavík var stofnað árið 1988 og er mikið fjölskyldufyrirtæki. Hermann Th. Ólafsson, þekktur sem Hemmi á Stað er frumkvöðull Stakkavíkur en hann fékk pabba sinn Ólaf Gamalíelsson (Óli Sólarhringur), tengdapabba sinn Benedikt Jónsson (Benni í Stóru milljón) og annan bróðir sinn Gest Ólafsson til að koma fyrirtækinu áfram. Fjölskyldan sérhæfði sig strax í stórum fiski í salt og þá var allt handflatt og flakað en nú vinnur Stakkavík nær eingöngu ferskan fisk með hágæða framleiðslutækjum. Eftir botnlausa vinnu náði fjölskyldan að verða stærsta útgerð í krókakerfinu en árlega fara um 6.000 tonn í gegnum vinnsluna í Grindavík. Nær allur fiskur frá Stakkavík er seldur til matvöruverslana og veitingastaða í Evrópu og Bandríkjunum. Í dag starfa um 100 manns hjá fjölskyldunni til sjós og lands, en þar má einmitt finna börn þeirra bræðra og líka barnabörnin.


Orkuábyrg útgerð


Stakkavík hefur einsett sér að nýta allar aukaafurðir af fisknum, þar á meðal bein, hausa og hryggi ásamt hrogn og lifur. Ólafur Daði sonur Hemma á Stað hefur fylgt pabba sínum eftir í hörkunni, enda báðir í hrútsmerkinu og halda með Man. Utd. Ólafur Daði sinnir mörgum hlutverkum fyrir fyrirtækið og hefur þ.á.m. leitt átak til að minnka sóun í orkunotkun fyrirtækisins. “Við vorum sammála um að það væri auðveldara að spara orku ef við vissum hvert hún væri að fara.” segir Ólafur Daði.

 

Orkulausn Stakkavíkur


Áskorunin í orkunotkun Stakkavíkur hafði alltaf verið óvissan um notkun og nýtni, hvað er að eyða mestu og hvenær. Stakkavík valdi samstarf við Powena við að nota veflæga eTactica orkueftirlitskerfið til að sundurliða rafmagnsnotkun sína frá heildarnotkuninni. Með því að sjá sundurliðaða rafmagnsnotkun yfir sólarhringinn var hægt að skoða kostnað og álag á stökum tækjum. Þetta hefur hjálpað Ólafi Daða að sjá orkusparnað og hafa eftirlit með tækjum til að tryggja líftíma þeirra. “Strákarnir hjá Powena sýndu mér hvernig rafmagnið rauk upp þegar t.d. hurðin á kælinum var skilin eftir opin. Þetta hjálpar manni að fá tilfinningu fyrir orkunotkuninni.” segir Ólafur Daði.


“Orkusparnaður er langtíma verkefni”


Markmið Ólafs Daða fyrir Stakkavík er að lágmarka alla orkusóun, og að geta vaktað stórar breytingar í rafmagnsnotkun. “Við notum eTactica kerfið fyrst og fremst til að vakta óeðlilegar breytingar í okkar rafmagnsnotkun. Kerfið hefur hjálpað okkur að fá skýra mynd af okkar rafmagnsnotkun en orkusparnaður er langtíma verkefni þar sem við viljum koma í veg fyrir alla sóun.” segir Ólafur Daði Hermannsson.


Hafa samband við Stakkavík


Stakkavík ehf.

S: 420 8000

stakkavik@stakkavik.is

www.stakkavik.is


DEILDU FRÉTTINNI!