ÞJÓNUSTA / LAUSNIR / VÖRUR

UM POWENA

Við erum fjölskyldurekið fyrirtæki síðan 2014
Mobirise

Hagræðum þinni orkunotkun

Við bjóðum uppá þrjár litríkar leiðir til að aðstoða fyrirtæki við að sóa ekki peningum í óþarfan orkukostnað.

Mobirise

Rafræn orkuvakt sem færir þér sjálfvirkt orkueftirlit.

Mobirise

Veflæg orkulausn sem færir þér mælanlegt orkueftirlit.

Mobirise

Rafrænt orkuútboð sem tryggir þér rétt orkuverð.

Við erum að byggja upp vefverslun með öll helstu verkfærin og mælitækin fyrir mikilvægu rafmagnsstörfin.

Mobirise

Vefverslun rafvirkjans

Mobirise

Þjónustufyrirtæki í skýjunum

Einföldum orkueftirlit fyrirtækja

Við leggjum áherslu á þægilega, persónulega og faglega þjónustu við eigendur og stjórnendur fyrirtækja.

Okkar hlutverk

Okkar hlutverk er að hjálpa fyrirtækjum að útiloka orkusóun í sínum daglega rekstri með okkar lausnum og þjónustu.

Okkar sýn

Okkar sýn er að öll fyrirtæki noti orkumælingar til að hagnýta sína orkunotkun og velji okkur til að sjá um það fyrir sig.

Okkar markmið

Okkar markmið er að verða leiðandi þjónustuaðili við fyrirtæki á Íslandi um
hagnýtingu og forvörn á sinni orkunotkun. 

Persónuvernd

Við fylgjum öllum meginreglum persónuverndarlaga um vandaða og lögmæta meðferð og vinnslu persónuupplýsinga um okkar starfsfólk, samstarfsaðila og viðskiptavini.

Mannauður

Við leggjum áherslu á jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna og bregðumst við frábrigðum/frávikum með eftirliti og stöðugum umbótum í öllu starfi, samstarfi og/eða þjónustu okkar.

Gæðastefna

Við setjum okkur það markmið að starf, samstarf og þjónusta okkar uppfylli ávallt væntingar okkar viðskiptavina um fagleg og hagkvæm vinnubrögð ásamt því að vinna stöðugt í endurbótum.

Þjónustuver

Við rekum þjónustuver fyrir okkar viðskiptavini til að greina og bregðast við þeirra þjónustubeiðnum ásamt því að gera samskipti við viðskiptavini okkar að þægilegri upplifun.

Okkar saga

Við eigum rætur okkar að rekja til ársins 2005 þegar við Hilmir Ingi Jónsson og Svanhildur Björk Hermannsdóttir unnum að þeirri hugmynd að koma straummælingum í rafmagnsöryggi. Tilgangurinn var fyrst og fremt að gera álag í rafmagnsöryggjum sýnilegt til að hjálpa fólki og fagmönnum að skilja hvort álag væri orðið áhættusamt.

Árið 2009 stofnuðum við nýsköpunarfyrirtækið ReMake Electric ehf. (síðar nafnabreytt í eTactica ehf.) til að koma hugmyndinni á markað. Hugmyndin þroskaðist í höndunum á starfsfólki ReMake sem bjó til fyrsta veflæga orkueftirlitskerfið í heiminum með mælingum niður á rafmagnsöryggi. Tilgangurinn hafði vaxið yfir í að kortleggja rafmagnsnotkun í byggingum til að koma í veg fyrir orkusóun með ítarlegri vöktun og greiningu.

Powena ehf. var stofnað árið 2014 þegar við hættum störfum fyrir ReMake og gerðumst þjónustu- og endursöluaðilar að eTactica lausnum hjá ReMake. Tilgangurinn okkar er að hjálpa fyrirtækjum að nota betri upplýsingar um þeirra orkunotkun til að eyða sinni orkusóun og minnka sitt umhverfisspor.

Orkuvænar forvarnir

Við trúum því að með betri upplýsingum um orkunotkun er hægt að fyrirbyggja daglega orkusóun fyrirtækja.

Umhverfisvænt viðbragð

Við trúum því að með virkri vöktun á orkuálagi er hægt að koma í veg fyrir ótímabæra förgun á raftækjum. 

UMHVERFISMÁL

Okkur þykir dagleg orkusóun fyrirtækja vera umhverfisspor í ranga átt þar sem íslensk vatnsvirkjun er ekki kolefnishlutlaus.

Mobirise Mobirise
Mobirise

Skráðu þig á fréttastrauminn

Skráðu þig á fréttastrauminn okkar til að fá orkuríkar fréttir sem koma þér í stuð.

Hafðu samband við okkur 

Staðsetning

Seljabót 7
240 Grindavík

Símanúmer

513 1900
513 1919

Social